Verðlaun afhent í stærðfræðikeppni grunnskólanna
Síðdegis verða afhent verðlaun og viðurkenningar fyrir bestan árangur í stærðfræðikeppni grunnskólanna, sem fram fór þann 23. febrúar síðastliðinn. Keppnin er styrkt af Íslandsbanka, sem veitir peningaverðlaun, og Verkfræðistofu Suðurnesja, sem veitir grafískar reiknivélar í verðlaun. Athöfnin hefst klukkan 17:00 og verður á sal skólans.