Verðlaun afhent í lesendaleik Pennans Bókabúð Keflavíkur
Helga Sigurðardóttir fékk aðalverðlaunin í lesendaleik Víkurfrétta og Pennnans Bókabúð Keflavíkur afhent laugardaginn 28. desember. Aðalverðlaunin voru bókin Suðurnesjamenn eftir Gylfa Guðmundsson og Íslenska orðabókin 2002 að verðmæti um 20 þúsund krónur. Er Helgu Sigurðardóttur færðar hamingjuóskir og þakkir fyrir þátttökuna. Hægt var að taka þátt í leiknum bæði á heimasíðu Víkurfrétta og með því að skila inn þátttökumiða í Pennann Bókabúð Keflavíkur. Rúmlega 400 mans tóku þátt og fengu alls 8 þátttakendur bókina Suðurnesjamenn, en dregið var 4 sinnum í hvorum þátttakenda hóp.
Myndtexti: Helga Sigurðardóttir tekur við verðlaununum í Pennanum Bókabúð Keflavíkur. Ljósmynd LS.
Myndtexti: Helga Sigurðardóttir tekur við verðlaununum í Pennanum Bókabúð Keflavíkur. Ljósmynd LS.