Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Verði að taka fyrir mál landeigenda
Miðvikudagur 21. janúar 2015 kl. 21:51

Verði að taka fyrir mál landeigenda

Hæstiréttur hefur fellt úr gildi dóm Héraðsdóms Reykjavíkur sem vísaði frá máli landeigenda á Vatnsleysuströnd á hendur Orkustofnun og Landsneti. Landeigendurnir krefjast þess að ákvörðun Orkustofnunar um að heimila Landsneti að leggja háspennulínu á landi þeirra verði felld úr gildi. Vefur RÚV greinir frá þessu í kvöld.

Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði málinu frá dómi, sem snýst um Suðurnesjalínu 2, á þeim grundvelli að landeigendurna skorti lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Á það féllst hæstiréttur ekki og taldi þvert á móti að landeigendurnir hefðu beina og lögvarða hagsmuni af úrlausn málsins. Héraðsdómi var því gert að taka málið til efnislegrar meðferðar, segir í frétt Ríkisútvarpsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024