Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verðhækkanir háðar samþykki stjórnvalda
Föstudagur 9. nóvember 2007 kl. 11:36

Verðhækkanir háðar samþykki stjórnvalda

Fjölmenni var í gærkvöldi á opnum fundi sem Sjálfstæðisfélögun í Reykjanesbæ efndu til vegna málefna Hitaveitu Suðurnesja. Á Suðurnesjum og þá Reykjanesbæ sérstaklega hefur verið hart deilt um innkomu Geysis Green Energy og Orkuveitu Reykjavíkur inn í HS, ekki síst eftir að til stóð að sameina Geysir Green og REI, sem þá hefðu verið komin sameiginlega með 48% hlut í HS.  Þessi skoðanaágreiningur hefur komið fram jafnt innan raða Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ sem utan þeirra,  sem sést á undirskriftasöfnun þeirri sem staðið hefur yfir undanfarna daga.

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ og stjórnarformaður Hitaveitu Suðurnesja, var einn þriggja sem flutti framsögu á fundinum en Árni hefur setið undir harðri gagnrýni minnihlutans í bæjarstjórn vegna málsins. Aðrir framsögumenn voru Ásgeir Margeirsson, forstjóri GGE og Júlíus Jónsson, forstjóri Hitaveitu Suðurnesja.

Einn þeirra sem tóku til máls á fundinum var Hannes Friðriksson, sem staðið hefur fyrir undirskriftasöfnun á meðal íbúanna en með henni er skorað í sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum að tryggja meirihlutaeign sveitarfélaganna í HS.
Til stendur að afhenda undirskriftalistanna í aðalfundi SSS á morgun en vel á sjötta þúsund manns hafa skrifað undir þá.

Í máli Júlíusar Jónssonar kom fram að hugmyndin um að Reykjanesbær kaupi meirihluta í HS gangi ekki upp þar sem rekstur fyrirtækisins standi ekki undir vaxtagreiðslum eða afborgunum af fjárfestingunni.

Árni Sigfússon lagði á það áherslu að Reykjanesbær hefði öll tök á málefnum HS og fór yfir samningsmarkmið þau sem hann hefur kynnt vegna hugsanlegra breytinga á eignarhaldinu. Í þeim kemur m.a. fram að starfsemi HS á Suðurnesjum verði efld og íbúar hafi forgang að raforku og heitu og köldu vatni á lágmarksverði.

Helstu áhyggur almennings vegna málsins hafa verið þær að með innkomu einkaðila í HS muni orkuverð hækka eftir hentisemi fjárfestanna. Í framsöguræðu kom fram slíkt væri ekki upp á teningnum, slíkar ákvarðanir væru ávallt háðar samþykki stjórnvalda samkvæmt gildandi lögum þar að lútandi.


Mynd: Frá fundinum í Njarðvíkurskóla í gærkvöldi. VF-mynd: elg
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024