Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Verð fyrir hádegisverð og síðdegisvistun næst lægst í Reykjanesbæ
Grunnskólabörn í Akurskóla að fá sér að drekka.
Þriðjudagur 7. febrúar 2017 kl. 06:00

Verð fyrir hádegisverð og síðdegisvistun næst lægst í Reykjanesbæ

Mánaðargjald fyrir hádegisverð, þriggja tíma síðdegisvist og hressingu grunnskólanema er næst lægst í Reykjanesbæ, sé miðað við fimmtán fjölmennustu sveitarfélögin hér á landi. Þetta kemur fram í samantekt Alþýðusambands Íslands. Hæst er verðið í Garðabæ, 36.484 krónur en lægst í Sveitarfélaginu Skagafirði, 24.234 krónur. Verðið í Reykjanesbæ er rétt undir 25.000 krónum.

Í þessari könnun ASÍ er eingöngu um verðsamanburð að ræða en ekki lagt mat á gæði þjónustunnar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024