Vélvana bátur undan Garðskaga
Björgunarsveitin Suðurnes bjargaði vélvana bát undan ströndum Garðskaga í hádeginu í dag. Tveir menn voru um borð í bátnum sem ekki var ýkja stór og gengur fyrir utanborðsmótor.
Björgunarsveitin fór á báti sveitarinnar Nirði Garðarssyni og aðstoðaði mennina sem voru við sjóstangveiðar en björgunaraðgerðir tóku um þrjá klukkutíma.
Mynd: Sölvi Logason