Veltu bíl og skelltu sér svo til útlanda
Um kl. 07:30 á laugardagsmorgun var bílvelta á Reykjanesbraut við Fitjar en þar missti ökumaður vald á bifreið sinni í mikilli hálku. Bifreiðin hafnaði utan vegar og er þó nokkuð skemmd.
Ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla og héldu því för sinni áfram á erlenda grund. Báðir aðilar voru í bílbeltum.
Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið.
Ökumaður og farþegi sluppu án teljandi meiðsla og héldu því för sinni áfram á erlenda grund. Báðir aðilar voru í bílbeltum.
Bifreiðin var fjarlægð með dráttarbifreið.