Velti bíl undir áhrifum áfengis
Snemma á sunnudagsmorgun var tilkynnt til lögreglunnar að bifreið væri á hvolfi utan vegar á Garðvegi móts við Golfskálann. Í ljós kom að ökumaður bifreiðarinn hafði farið af vettvangi, en hann fannst og þá kom í ljós að hann var undir áhrifum áfengis. Bifreiðin var tekin af staðnum með kranabifreið. Ökumaðurinn slapp við meiðsl.