Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Velti bíl á Suðurstrandarvegi
Föstudagur 31. janúar 2020 kl. 13:05

Velti bíl á Suðurstrandarvegi

Talsvert hefur verið um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í vikunni. Bílvelta varð á Suðurstrandarvegi þegar ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku. Bifreiðin endaði á hvolfi og sat ökumaðurinn fastur í henni þar til að sjúkraflutningamenn aðstoðuðu hann við að komast út úr henni.

Þá urðu árekstrar á Grindavíkurvegi og Njarðarbraut. Einnig nokkur umferðaróhöpp á Reykjanesbraut.

Ekki urðu alvarleg slys á fólki í þessum tilvikum en flytja þurfti tvo á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja vegna eymsla sem þeir fundu fyrir eftir óhöppin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024