Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Velti bíl á Brautinni
Föstudagur 26. janúar 2007 kl. 08:47

Velti bíl á Brautinni

Tilkynnt um bílveltu á Reykjanesbraut til móts við Grindavíkurveg á áttunda tímanum í gærmorgun. Ekki urðu slys á fólki en bifreiðin skemmdist talsvert og var dregin af vettvangi með dráttarbifreið.  

Í hádeginu var tilkynnt um réttindalausan ökumann á skellinöðru í Höfnunum. Lögreglumenn höfðu upp á viðkomandi og reyndist skellinaðran einnig óskoðuð og ótryggð.

Í gærkvöld voru 3 ökumenn kærðir fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók miðað við hámarkshraða var mældur á 102 km þar sem hámarkshraði er 70 km við Vogaveg.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024