Velferðarsjóður lánar Sandgerðisbæ 50 milljónir króna
Bæjarráð Sandgerðis veitti á dögunum bæjarstjóra og fjármálastjóra Sandgerðis heimild til lántöku að hámarki 50 milljónir króna úr Velferðarsjóði til að mæta hugsanlegri tímabundinni fjárvöntun.
„Vextir af lántökunni skulu vera í samræmi við ávöxtun Velferðarsjóðs á lánstímanum og reiknast hálfsmánaðarlega.
Tillaga þessi er lögð fram í ljósi þess að vextir á yfirdráttarlánum eru hærri en vextir sem greiddir eru af lánum frá Velferðarsjóðnum. Komi til lántöku úr Velferðarsjóði skal gera bæjarráði grein fyrir því á næsta fundi ráðsins,“ segir í tillögu til bæjarráðs Sandgerðis á dögunum. Bæjarráð samþykkti tillöguna.