Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Velferðarsjóður fékk 350.000 krónur
Þórunn tekur við framlagi Rauða Krossins frá Guðlaugu.
Fimmtudagur 1. desember 2016 kl. 06:00

Velferðarsjóður fékk 350.000 krónur

Rauði krossinn á Suðurnesjunum afhenti Velferðarsjóði Suðurnesja framlag upp á 350.000 krónur í dag. Guðlaug Sigurðaradóttir, gjaldkeri Rauða krossins á Suðurnesjum, afhenti framlagið og veitti Þórunn Íris Þórisdóttir, rekstrarstjóri Keflavíkurkirkju, því viðtöku.

Velferðarsjóður Suðurnesja styður við fjölskyldur og einstaklinga sem hafa lítil fjárráð og veitir neyðaraðstoð umfram það sem Hjálparstarf kirkjunnar veitir í innanlandsaðstoð sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024