Vélarvana sportbátur við Garðskaga
Sportbátur varð vélarvana utan við Garðskaga um áttaleytið í kvöld. Tveir menn voru um borð í bátnum sem varð rafmagnslaus og óskuðu þeir eftir aðstoð, en veður er að versna á svæðinu. Frá þessu er greint á mbl.is.
Dísa GK-136 kom sportbátnum til aðstoðar og gaf honum rafmagn og fylgjast bátarnir nú að til hafnar í Keflavík.