Vélarvana dreginn til hafnar í Grindavík
Björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík var boðuð út á áttunda tímanum í gærmorgun vegna vélarvana báts við Stóru Sandvík. Einn maður var um borð í bátnum sem rak til suðurs. Björgunarskipið Oddur V. Gíslason fór úr höfn klukkan ríflega átta og var komið með bilaða bátinn í tog um klukkan 09:30 og dró hann til hafnar í Grindavík. Greint var frá þessu á vefnum Grindavik.net.