Vélarvana bátur skammt frá Garðskaga
Klukkan 17:29 barst björgunarsveitum þriðja útkallið í dag vegna vélarvana báts. Í þetta skiptið var bátur staddur um 4 sjómílur vestur af Garðskaga orðin vélarvana. Björgunarskipið Hannes Þ Hafstein í Sandgerði var kallað út ásamt björgunarsveitum á Suðurnesjum.
Báturinn sem um ræðir er á strandveiðum og er leki komin að honum, einn maður er um borð. Nærstaddur bátur er komin á vettvang og verið að flytja dælur frá landi að bátnum.