Vélarvana bát rekur að landi
Björgunarsveitir frá Sandgerði og Grindavík hafa verið kallaðar út vegna vélarvana fiskibáts sem rekur að landi við Sandvík á Reykjanesi. Þá hafa nálægir bátar verið beðnir um að sigla á staðinn.
Samkvæmt því sem fram kemur á mbl.is er um að ræða 180 tonna fiskibát með sjö manna áhöfn. Ekki er talið að skipverjar séu í yfirvofandi hættu þó að bátinn reki hægt og rólega að landi, en aðstoð ætti að berast skipverjum á næstunni.
Mynd úr safni