Vél United Airlines farin
Vel gekk að skipta um hreyfil í flugvél United Airlines, sem nauðlenti í Keflavík snemma í síðustu viku og var ráðgert að vélin færi frá Keflavíkurflugvelli í gærkveldi.
Vélin nauðlenti hér á þriðjudagskvöldið í síðustu viku og reyndist nauðsynlegt að skipta um einn hreyfil hennar. Hreyfillinn sem var 14 tonn að þyngd kom til landsins á föstudagskvöld og nokkrir flugvirkjar með til þess að skipta um hann. Farþegar sem komu með vélinni fóru héðan daginn eftir nauðlendinguna með annarri vél frá félaginu sem sótti þá, segir á vef Morgunblaðsins.
Vélin nauðlenti hér á þriðjudagskvöldið í síðustu viku og reyndist nauðsynlegt að skipta um einn hreyfil hennar. Hreyfillinn sem var 14 tonn að þyngd kom til landsins á föstudagskvöld og nokkrir flugvirkjar með til þess að skipta um hann. Farþegar sem komu með vélinni fóru héðan daginn eftir nauðlendinguna með annarri vél frá félaginu sem sótti þá, segir á vef Morgunblaðsins.