Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Vel sóttur vetrarfundur Markaðsstofu Reykjaness
    Johan D. Jónsson hlaut á fundinum þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi árið 2017, fyrir vel unnin störf á löngum ferli. Vitanum og Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum voru veitt Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum árið 20
  • Vel sóttur vetrarfundur Markaðsstofu Reykjaness
Föstudagur 17. febrúar 2017 kl. 10:25

Vel sóttur vetrarfundur Markaðsstofu Reykjaness

Johan D. Jónsson hlaut þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar

Vetrarfundur Markaðsstofu Reykjaness og Reykjanes Unesco Global Geopark fór fram í Hljómahöll í Reykjanesbæ í gær fimmtudag. Fundurinn var mjög afar vel sóttur. Þarna mátti m.a finna fólk úr ferðabransanum, þingmenn og ráðamenn af Suðurnesjum.

Johan D. Jónsson hlaut á fundinum þakkarverðlaun ferðaþjónustunnar á Reykjanesi árið 2017, fyrir vel unnin störf á löngum ferli en ekki síður þau verkefni sem hann á eftir óunnin. „Eftir að hafa starfað hjá Flugleiðum í um 25 ár og á ferðaskrifstofum erlendis í um 2 ár fluttist hann til Keflavíkur og tók við starfi ferðamálafulltrúa Suðurnesja árið 1991. Hann gegndi þeirri stöðu til ársins 2003. Á tíma sínum þar vann hann að fyrsta Reykjaneskortinu sem ætlað var ferðamönnum. Það kom út 1992. Hann vann að fyrsta bæklingnum um Reykjanesið sem ætlaður var ferðamönnum á íslensku, ensku og þýsku með myndum og upplýsingum,“ sagði Eggert Sólberg Jónsson verkefnastjóri hjá Reykjanes Geopark um Johan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Johan tók við formennsku í Ferðamálasamtökum Suðurnesja árið 2014 og sat þar í tvö ár. Hann hefur átt sæti í stjórnum Reykjanes Geopark, Markaðsstofu Reykjaness og Heklunnar – Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja. Hann er vinsæll leiðsögumaður og svæðisleiðsögmaður.

Stjórnir Reykjanes UNESCO Global Geopark og Markaðsstofu Reykjaness veittu svo Vitanum og Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Suðurnesjum Hvatningarverðlaun ferðaþjónustunnar á Suðurnesjum árið 2017. 

Siglfirðingurinn Róbert Guðfinnsson hélt áhugaverða tölu á fundinum þar sem hann bara saman ferðaiðnaðinn við sjávarútveginn fyrir 30 árum. Þar mátti sjá margt keimlíkt og Róbert hafði margt áhugavert fram að færa. Róbert sem er Siglfirðingur hefur náð góðum árangri í viðskiptum undanfarin ár. Hann fluttist fyrir skömmu aftur til heimabyggðar þar sem hann hefur m.a. byggt hótel og veitingahús.

Leikarinn Gunnar Hansson var fundarstjóri en hliðarsjálf hans, Frímann Gunnarsson stal algjörlega senunni undir lokinn.