Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vel lyktandi hnuplari hlaupinn uppi
Föstudagur 1. febrúar 2019 kl. 10:48

Vel lyktandi hnuplari hlaupinn uppi

- fingralangur með fótakrem

Einstaklingur sem hugðist hnupla ilmvatnsglasi úr verslun í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gær tók sprettinn út úr versluninni þegar lögreglumaður mætti á staðinn. Sá síðarnefndi hljóp hnuplarann uppi og var hann látinn borga fyrir ilmvatnið.
 
Fyrr í vikunni hafði annar fingralangur einstaklingur reynt að stela fótakremi með því að taka það úr kassanum og skilja umbúðirnar eftir. Viðkomandi var einnig látinn borga kremið sem kostaði nær sex þúsund krónur.
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024