Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vel heppnuð Skötumessa í Garðinum
Fimmtudagur 21. júlí 2011 kl. 13:53

Vel heppnuð Skötumessa í Garðinum

Skötumessa var haldin í Garðinum í sjötta sinn í gær með miklum glæsibrag. Herlegheitin voru haldin í sal Gerðaskóla og var ekki eitt einasta sæti laust í húsinu. Bornar voru fram kræsingar frá Axeli Jónssyni og var skatan vinsælust þrátt fyrir að saltfiskur, plokkfiskur og annað góðgæti væri á boðstólnum.

Ýmsir þjóðkunnir skemmtikraftar komu fram þ.á.m Hreimur Örn Heimisson, Raggi Bjarna, Bjartmar Guðlaugsson og Árni Johnsen sem að öðrum ólöstuðum stal senunni og myndaði sannkallaða þjóðhátíðarstemningu í salnum þar sem fólk læsti saman örmum og ruggaði sér og trallaði.

Ágóðinn af Skötumessunni í ár mun fara til aðstoðar íþróttafélagsins NES en þau eru að fara að keppa á Íslandsmeistaramóti í Boccia í haust. Einnig er ætlunin að styrkja fatlaðan sundmann úr Hafnarfirði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér er Henson veislustjóri ásamt félögum í syngjandi sveiflu.

Jósef Daníelsson og kærastan voru dugleg að hjálpa til í gær.

Bæjarstjórahjónin í Garðinum voru kát með útkomuna enda sátu gestirnir lengi og skemmtu sér konunglega.