Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Vel heppnaður Chevrolet dagur hjá Bílabúð Benna
Miðvikudagur 16. október 2013 kl. 13:23

Vel heppnaður Chevrolet dagur hjá Bílabúð Benna

Haldið var uppá Chevrolet daginn í Reykjanesbæ síðastliðinn laugardag. Bílabúð Benna bauð Chevrolet eigendur sérstaklega velkomna þennan dag og hafði mikið við. 

Chevrolet eigendur á Suðurnesjum létu greinilega ekki segja sér það tvisvar og fóru viðtökurnar fram úr björtustu vonum. „Það hefur sjaldan verið eins skemmtilegt í vinnunni,“ segir Svavar Grétarsson, sölufulltrúi hjá Bílabúð Benna í Reykjanesbæ. „Hingað mættu heilu fjölskyldurnar með Chevrolet bílana sína og þáðu ókeypis vetrarskoðun, margs konar sértilboð á bílavörum og hressandi glaðning í leiðinni. Við þökkum kærlega fyrir frábærar undirtektir og óskum öllum Chevrolet eigendum á Suðurnesjum velfarnaðar í umferðinni í vetur.“

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25