Vel heppnaðir hreinsunardagar á Ásbrú
Árlegir hreinsunardagar á Ásbrú fóru fram á föstudag og laugardag. Verkefnið gekk vonum framar og voru fyrirtækin á svæðinu mjög dugleg að hreinsa upp rusl í kringum sig og á opnum svæðum.
Sem dæmi þá hreinsuðu Ásbrú íbúðir upp 420 kg af rusli úr umhverfinu. Skrifstofa fyrirtækisins lokaði á meðan hreinsunarátakið stóð yfir og var svo opnuð að nýju. Keilisfólk var með um 200 kg. BB hótel tíndi upp rusl og fegraði í kringum sig og enduðu með því að grilla. Íslandshús gerði hreint hjá sér og leikskólinn Völlur tók til hendinni á föstudeginum ásamt Heilsuleikskólanum Skógarási.
Á laugardeginum mættu um 40 manns við Heilsuleikskólann Skógarás og gengu um svæðið. Hreinsunarfólk fann m.a. fánastöng, slökkvitæki og teppi. Á eftir var svo pizzuveisla í boði Langbest og Isavia.
Meðfylgjandi myndir fengum við sendar úr hreinsunarverkefninu.