Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vel heppnaðir Fjölskyldudagar 2013
Miðvikudagur 21. ágúst 2013 kl. 09:27

Vel heppnaðir Fjölskyldudagar 2013

Fjölskyldan skemmti sér saman í góðu veðri um helgina

Fjölskyldudagar í Vogum voru haldnir hátíðlegir síðustu helgi, 15. - 18. ágúst sl. í blíðskaparveðri, eins og í fyrra. Dagskráin var fjölbreytt og gátu allir fundið eitthvað við sitt hæfi, enda markmið hátíðarinnar að allir meðlimir fjölskyldunnar skemmti sér saman.

Skipulag og framkvæmd hátíðahaldanna var í höndum Frístunda – og menningarfulltrúa Voga ásamt starfsfólki hans og félagasamtaka í bænum. Sveitarfélagið Vogar vilja þakka þeim við þeim fyrir vel unnin störf sem og þeim fyrirtækjum er styrktu hátíðina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hér má sjá myndasafn frá helginni sem Steinar Smári Guðbergsson tók.