Vel heppnaðar breytingar á Keflavíkurkirkju
Biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir flutti ræðu við formlega opnun eftir breytingar
Keflavíkurkirkja var formlega opnuð að nýju eftir viðamiklar umbætur í dag að viðstöddum fjölda gesta. Meðal gesta var biskup Íslands, frú Agnes Sigurðardóttir.
Auk Agnesar fluttu ávörp Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir formaður sóknarnefndar
en hún þakkaði öllum sem komu að breytingum á kirkjunni sem staðið hafa yfir síðustu mánuði, sr. Gunnar Kristjánsson, prófastur og Páll V. Bjarnason, arkitekt. Þá söng Kór Keflavíkurkirkju undir stjórn Arnórs Vilbergssonar, organista.
Að opnunarathöfn lokinni var gestum boðið í rjómakökuveislu í Safnaðarheimilinu. Nánar síðar hér á vf.is en meðfylgjandi myndir tóku Páll Ketilsson og Páll Orri Pálsson á vígslunni í dag.
Breytingarnar í Keflavíkurkirkju eru afar vel heppnaðar.