Vel heppnað íbúaþing í Grindavík
Milli 60 og 70 manns mættu í Grunnskóla Grindavíkur s.l. laugardag og tóku þátt í vel heppnuðu íbúaþingi, hinu fyrsta sinnar tegundar í Grindavík.
Á dagskrá voru fimm málaflokkar, þar sem flutt voru framsöguerindi. Ólafur Ö. Ólafsson bæjarstjóri fjallaði um fjármál og rekstur bæjarins, Pétur Guðmundsson og Pálmi Ingólfsson fjölluðu um íþrótta og æskulýðsmál, Sigurður Ágústsson og Pétur Bragason fjölluðu um skipulags og byggingarmál, Nökkvi Már Jónsson fjallaði um öldrunar og hjúkrunarmál og Guðmundur Pálsson fjallaði um skólamál.
Að loknum léttum hádegisverði var skipt í stofur þar sem hver málaflokkur fyrir sig var til umfjöllunar í umræðuhópum. Fjölmargar tillögur og hugmyndir komu fram og munu þær verða lagðar fyrir bæjarstjórn til frekari umfjöllunar.
Þetta fyrsta íbúaþing Grindavíkur tókst í alla staði mjög vel og er það von bæjaryfirvalda að íbúar Grindavíkur hafi kynnt sér málefni líðandi stundar og sett mark sitt á framtíðarstefnu bæjarins.
Á dagskrá voru fimm málaflokkar, þar sem flutt voru framsöguerindi. Ólafur Ö. Ólafsson bæjarstjóri fjallaði um fjármál og rekstur bæjarins, Pétur Guðmundsson og Pálmi Ingólfsson fjölluðu um íþrótta og æskulýðsmál, Sigurður Ágústsson og Pétur Bragason fjölluðu um skipulags og byggingarmál, Nökkvi Már Jónsson fjallaði um öldrunar og hjúkrunarmál og Guðmundur Pálsson fjallaði um skólamál.
Að loknum léttum hádegisverði var skipt í stofur þar sem hver málaflokkur fyrir sig var til umfjöllunar í umræðuhópum. Fjölmargar tillögur og hugmyndir komu fram og munu þær verða lagðar fyrir bæjarstjórn til frekari umfjöllunar.
Þetta fyrsta íbúaþing Grindavíkur tókst í alla staði mjög vel og er það von bæjaryfirvalda að íbúar Grindavíkur hafi kynnt sér málefni líðandi stundar og sett mark sitt á framtíðarstefnu bæjarins.