Vél Gnúps GK-11 komin í gang
Gnúpur GK-11, sem gerður er út frá Grindavík, varð í morgun vélarvana vestur af Dyrhólaey en vél togarans er nú komin í gang. Greint er frá þessu á vef RÚV.
Landhelgisgæslunni barst tilkynning frá skipinu um klukkan hálf tíu í morgun og voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. 27 manns voru um borð í Gnúpi. Á vef RÚV er sagt frá því að áhöfninni hafi tekist að stöðva rekið þegar skipið var um fjóra til fimm kílómetra vestur af Dyrhólaey.
Veður á svæðinu var gott, sem og sjólag.