Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vél Gnúps GK-11 komin í gang
Föstudagur 14. október 2016 kl. 11:28

Vél Gnúps GK-11 komin í gang

Gnúpur GK-11, sem gerður er út frá Grindavík, varð  í morgun vélarvana vestur af Dyrhólaey en vél togarans er nú komin í gang. Greint er frá þessu á vef RÚV.

Landhelgisgæslunni barst tilkynning frá skipinu um klukkan hálf tíu í morgun og voru björgunarsveitir á Suðurlandi kallaðar út sem og þyrla Landhelgisgæslunnar. 27 manns voru um borð í Gnúpi. Á vef RÚV er sagt frá því að áhöfninni hafi tekist að stöðva rekið þegar skipið var um fjóra til fimm kílómetra vestur af Dyrhólaey.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veður á svæðinu var gott, sem og sjólag.