Vel fylgst með í flugstöðinni
Viðúnaðarstig hjá Varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli er á næstneðsta stigi og ekki er ljóst hvort það muni hækka ef stríð brýst út í Írak sem líklega gerist á næstu sólarhringum. Óskar Þórmundsson yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á Keflavíkurflugvelli sagði í samtali við Víkurfréttir að Varnarliðið myndi láta lögregluna vita ef viðbúnaðarstig verði hækkað: „Það er Varnarliðið sem tekur ákvörðun um hækkun viðbúnaðarstigs og við erum þá látnir vita, en engin opinber tilkynning er gefin út.“