Vekja athygli á veðri á gosstöðvum
Lögreglan á Suðurnesjum vekur athygli á veðurspá næstu daga á gosstöðvum í Geldingadölum:
Þriðjudaginn 23. mars:
Kl. 09-12: SV 5-8 m/s, stöku él og hiti um frostmark
Kl. 12-15: SV 5 m/s og stöku él, hiti um frostmark
kl. 15-18: SV 3-5 m/s, stöku él – Hér gæti gasmengun orðið vandamál í nágrenni við gíginn.
Kl. 18-24: Hæg breytileg átt, yfirleitt suðlæg, en gasmengun gæti verið verulegt áhyggjuefni. Hiti um frostmark.
Aðfaranótt miðvikudags og miðvikudagur til kl. 24:
Hæg suðlæg eða breytileg átt, 2-5 m/s. Gasmengun getur áfram verið verulegt áhyggjuefni vegna uppsöfnunar. Snjókoma með köflum og hiti um frostmark.
Aðfaranótt fimmtudags og fimmtudagur:
Snýst smám saman í austan 8-10 m/s, talsverð úrkoma, líklega slydda. Hér færist dreifing gas til norðvesturs – leiðir að gosstöðvunum þyrftu því að taka mið af því og breytast.
Föstudagur:
Hæg breytileg átt og úrkomulítið. Gasmengun áfram áhyggjuefni.
Vert er að nefna að hér er um spá að ræða og þurfa þeir sem ætla sér að skoða gosstöðvarnar að fylgjast vel með veðurspám hverju sinni og nýjustu fréttum yfirvalda af svæðinu. Aðstæður til fjalla geti breyst með litlum fyrirvara og hættusvæði því orðið til eða færst um set.