Vekja athygli á slæmri húsnæðisaðstöðu tónlistarskóla í Garði
Kennarar við Tónlistarskólann í Garði hafa sent bæjaryfirvöldum í Sveitarfélaginu Garði erindi þar sem þeir vekja athygli á slæmri húsnæðisaðstöðu tónlistarskólans og brýnni þörf á úrbótum.
Bæjarráð Garðs tók erindið fyrir á fundi sínum fyrir helgi. Í gögnum bæjarráðs kemur fram að kostnaðargreining á nokkrum mögulegum kostum fyrir nýtt eða endurbætt húsnæði tónlistarskólans er í vinnslu hjá skipulags- og byggingarsviði bæjarins og ættu niðurstöður að liggja fyrir fljótlega.