Fréttir

Vekja athygli á olíubirgðastöð
Föstudagur 27. mars 2015 kl. 09:02

Vekja athygli á olíubirgðastöð

– og uppbyggingu öryggismiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli

Atvinnu- og hafnaráð Reykjanesbæjar fagnar að bent sé á mikilvægi alþjóðaflugvallarins á Keflavíkurflugvelli í drögum að skýrslunni „Hagsmunir Íslands á norðurslóðum“ frá Ráðherranefnd um málefni norðurslóða 2015.

Atvinnu- og hafnaráði finnst að benda megi á möguleikana sem Helguvíkurhöfn hefur vegna olíubirgðastöðvar og með tenginguna við flugvöllinn. Einnig þarf að benda á möguleikana í áætlunum um uppbyggingu öryggismiðstöðvar á Keflavíkurflugvelli  fyrir norðurskautsríkin, sem tengist Landhelgisgæslunni og flugumsjónarsvæðis Íslands.
 

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024