Veittust að varnarliðsmanni
Föstudagsnóttina veittust nokkrir aðilar að varnarliðsmanni og veittu honum nokkra áverka á andliti. Líkamsárásin átti sér stað á Hafnargötu í Keflavík. Varnarliðsmaðurinn var bólginn og tönn hafði brotnað. Rætt var við nokkra aðila sem eru grunaðir um árásina.
Mynd/úr safni - Myndin kemur málinu ekkert við