Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veitingastaður á Garðskaga
Fimmtudagur 24. febrúar 2005 kl. 10:00

Veitingastaður á Garðskaga

Framkvæmdir standa nú yfir af fullum krafti við Byggðasafnið á Garðskaga. Um verulega stækkun verður að ræða og er gert ráð fyrir að starfræktur verði veitingastaður í viðbyggingunni sem á að vera tilbúin um miðjan júní nk. Garður er nú að auglýsa eftir samstarfsaðila vegna veitingarekstursins sem yrði með í uppbyggingu staðarins og tæki síðan að sér reksturinn.

Það er örugglega tilhlökkunarefni fyrir marga að geta í sumar heimsótt Garðskaga, skoðað nýtt og glæsilegt Byggðasafn. Litið á hið fjölbreytta fuglalíf, labbað og leikið sér í fjörunni, fengið sér góðar veitingar á nýja veitingastaðnum. Gott að enda kvöldið með því að horfa á hið einstaka sólarlag á Garðskaga.

Af vef sveitarfélagsins Garðs

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024