Veist þú um framúrskarandi ungan Íslending?

Verðlaun fyrir framúrskarandi unga Íslendinga hafa verið veitt árlega frá árinu 2002 og getur almenningur tilnefnt ungt fólk á aldrinum 18-40 ára sem hefur tekist á við spennandi verkefni, haft jákvæð áhrif á samfélagið og eru fyrirmyndir fyrir okkur öll.

Ef þú veist um einhvern sem hefur skarað fram úr, þá er hægt að tilnefna framúrskarandi ungan Íslending hér.