Veist þú hver er að þarna að verki?
„Ég hef tekið eftir merkingum sem hafa verið málaðar á steina og kletta við ströndina sunnan við Valahnúk mig langar til að vita hver er að merkja þetta og hver tilgangurinn er með merkingunum,“ segir Rannveig L. Garðarsdóttir leiðsögumaður, sem gengur mikið með hópa up Reykjanesskagann. Hún sendi Víkurfréttum meðfylgjandi myndir.
Rannveig hefur haft samband við Reykjanes Jarðvang, Isor og umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar sem kannast ekki við málið.
Ef einhver getur gefið upplýsingar vinsamlegast hafi sá samband í [email protected].