Veiktist hastarlega af amfetamínneyslu og fluttur á sjúkrahús
Amfetamín og kannabisefni haldlögð
Lögreglan á Suðurnesjum hefur á undanförnum dögum haldlagt nokkurt magn af meintu amfetamíni og kannabisefnum. Í bifreið sem stöðvuð var vegna gruns um að ökumaður æki undir áhrifum fíkniefna fannst meint amfetamín. Farþegi játaði að eiga efnin.
Í húsnæði í umdæminu, sem leitað var í að fenginni heimild, fundust kannabisefni og játaði húsráðandi eign sína á þeim.
Þá framvísaði karlmaður pakkningu með hvítu dufti í þegar lögregla hafði tal af honum fyrir utan skemmtistað.
Annar karlmaður var fluttur með sjúkrabifreið á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja eftir að hann veiktist hastarlega. Hann kvaðst hafa neytt amfetamíns. Í fórum hans fundust sprautur, nálar og meint fíkniefni.