Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veiðir makríl á 400 króka
Miðvikudagur 7. júlí 2010 kl. 10:12

Veiðir makríl á 400 króka

Makrílveiðar á handfæri eru tiltölulega nýr veiðiskapur á Íslandi. Um síðustu helgi hélt Blíða KE 17 til handfæraveiða á makríl. Skipsstjóri á Blíðu KE er Albert Sigurðsson. Hann þekkir vel til makrílsins og hegðunar hans og var m.a. skipsstjóri á átta þúsund tonna verksmiðjuskipi við Máritaníu undan ströndum Afríku.

Undanfarnar vikur hefur verið unnið að því að búa Blíðu KE til veiðanna. Settar voru upp átta handfæravindur og þeim má öllum stjórna frá sama stað á skipinu þ.e. aftan við brú. Færi og slóðar frá vindunum fara síðan eftir kúnstarinnar reglum um allt skip og í sjó um gálga sem settir hafa verið á skipið. Samtals eru um 400 krókar á slóðunum sem notað er við veiðarnar og eru að vinna hverju sinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

- Nánar um makrílveiðar Blíðu KE í Víkurfréttum á morgun, fimmtudag.