Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veiðin góð þegar viðrar til veiða
Hjá dragnótabátunum er Sigurfari GK með 16 tonn í 5 róðrum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 18. janúar 2019 kl. 16:07

Veiðin góð þegar viðrar til veiða

Þótt núna sé liðinn svo til hálfur janúar þá hefur ennþá ekki mikið ræst úr sjósókn hérna á svæðinu, því veður hefur verið frekar leiðinlegt.
 
Þegar bátarnir hafa komist á sjóinn hefur veiðin hjá þeim verið samt nokkuð góð, hjá netabátunum er Erling KE kominn með 48 tn í 7 róðrum. Erling KE er búinn að vera að flakka með netin, hefur verið inná Faxaflóanum, nokkrar mílur út frá Sandgerði og á svæðinu frá Stafnesi að Hafnarbergi. 
 
Grímsnes GK er ennþá að eltast við ufsann og hefur landað 23 tn í 3 og af því er ufsi 20 tonn. Maron GK 14 tonn í 9 róðrum. Halldór Afi GK 6,1 tn í 6. Bergvík GK, gamla Daðey GK, hefur mokfiskað, var með 25 tonn í aðeins 3 róðrum og mest 11,8 tonn í einni löndun en báturinn hefur landað í Sandgerði og verið að veiðum þar fyrir utan. 
 
Hjá línubátunum hefur fiskast ágætlega þegar gefur á sjóinn. Guðrún Petrína GK 5,4 tn í 1. Addi Afi GK 2,9 tn í 1. Sævík GK 35 tn í 6. Von GK 25 tn í 7. Dúddi Gísla GK 15,4 tn í 4. Alli GK 3,6 tn í 1. 
 
Af stærri bátum er Sturla GK með 141 tn í 2. Sighvatur GK 105 tn í 1. Fjölnir GK 98 tn í 1. Hrafn GK 92 tn í 2. Kristín GK 88 tn í 1. Páll Jónsson GK 84 tn í 2. Jóhanna Gísladóttir GK 64 tn í 1. 
 
Hafdís SU 56 tn í 8 en báturinn landar í Sandgerði. Gísli Súrsson GK 54 tn í 8, Auður Vésteins SU 60 tn í 9 og Vésteinn GK 44 tn í 8, allir á Stöðvarfirði. 
 
Óli á Stað GK 45 tn í 10, Hulda GK 42,3 tn í 9 og Guðbjörg GK 30 tn í 4. Reyndar er Guðbjörg GK kominn í slipp núna. Og það má geta þess að Guðbjörg GK var næstaflahæstur allra línubáta árið 201,8 miðað við línubátar sem eru yfir 15 bt að stærð, en að sjálfsögðu minni en stóru línubátarnir eins og Þorbjarnar- og Vísisbátarnir. Var Guðbjörg GK með 1750 tonn árið 2018. Var þó langt á eftir aflahæsta bátnum sem var Sandfell SU sem er gerður út af Loðnuvinnslunni á Fáskrúðsfirði, en skipstjórarnir á Sandfelli SU eru báðir frá Grindavík, Rafn Franklín Arnarson og faðir hans Örn Rafnsson.
 
Hjá dragnótabátunum  er Sigurfari GK með 16 tn í 5 og Siggi Bjarna GK 14,6 tn í 5 og það má geta þess að Siggi Bjarna GK var árið 2018 þriðji aflahæsti dragnótabáturinn það ár með um 1480 tonna heildarafla.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024