Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veiðibúðir í Seltjörn í sumar
Mánudagur 24. maí 2004 kl. 17:31

Veiðibúðir í Seltjörn í sumar

Í sumar geta hressir krakkar á aldrinum 10 til 14 ára rennt fyrir fiski í Seltjörn undir leiðsögn fluguveiðikennara í Veiðibúðum Seltjarnar.

Á fimm daga námskeiði læra þátttakendur grundvallaratriðin jafnt í fluguveiði sem annari veiði og fá að eiga fimm af fiskunum sem þau veiða yfir vikuna en öðrum er sleppt.

Rútuferðir að Seltjörn með SBK eru innifaldar í þátttökugjaldi og er farið af stað kl. 13.30 og snúið heim kl. 17.00. Þá er allur búnaður útvegaður af Seltjörn, flugustangir, venjulegar stangir, beita o.s.frv.

Á föstudeginum er svo grillveisla með öllu tilheyrandi þar sem allir þátttakendur fá viðurkenningaskjal fyrir að klára námskeiðið.

Mjög góð veiðivon er í Seltjörn og má nefna að við opnun vatnsins þann 25. apríl síðastliðinn veiddust 98 urriðar, þar stærstur 4 pund. Í vatninu núna eru um 4.000 urriðar og verður að minnsta kosti 3.000 til viðbótar sleppt í sumar, bæði stórum fiskum sem og seiðum til að styrkja stofninn næstu árin.

Heildarverð fyrir hvern þátttakanda er 10.000 kr. fyrir vikuna og er einnig boðið upp á systkinaafslátt. Stefnt er að hafa þrjú námskeið í sumar, 7., 14.,og 21. júní ef nægileg þátttaka fæst.

Nánari upplýsingar má finna á www.seltjorn.net.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024