Veiði að hefjast að nýju í Seltjörn
Í morgun var undirritaður samningur á milli menningar-, íþrótta-og tómstundaráðs Reykjanesbæjar og Reykjanes Adventure ehf um umsjón og rekstur á vatninu Seltjörn í landi Reykjanesbæjar. Árni Sigfússon bæjarstjóri Reykjanesbæjar og Aðalsteinn Jóhannsson frá Reykjanes Adventure ehf. undirrituðu samninginn um borð í slöngubáti úti á Seltjörn.Reykjanes Adventure ehf mun taka að sér að reka og sjá um uppbyggingu á
fiskistofni í Seltjörn. Samningurinn er til fimm ára. Kom fram við undirritunina að 2-4 punda urriða verður sleppt í vatnið og boðið verður upp á veiðileyfi frá 3000 kr. Fyrir daginn, 5000 kr. Fyrir fjölskylduna eða 10.000 kr. Sumarleyfi, þ.e. veiðimaður sem greiðir 10.000 kr. getur veitt að vild í vatninu í allt sumar. Eingöngu verður fluguveiði í boði í vatninu.
Myndin: Frá undirritun samningsins í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson
fiskistofni í Seltjörn. Samningurinn er til fimm ára. Kom fram við undirritunina að 2-4 punda urriða verður sleppt í vatnið og boðið verður upp á veiðileyfi frá 3000 kr. Fyrir daginn, 5000 kr. Fyrir fjölskylduna eða 10.000 kr. Sumarleyfi, þ.e. veiðimaður sem greiðir 10.000 kr. getur veitt að vild í vatninu í allt sumar. Eingöngu verður fluguveiði í boði í vatninu.
Myndin: Frá undirritun samningsins í morgun. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson