Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 23. nóvember 2001 kl. 12:40

Veiddu garðhýsi í botnvörpu

Björgunarmenn í Sandgerði ,,veiddu" garðhýsi í trollbút í gærkvöldi, en þá var þakið fokið af því og veggir þess farnir að týna tölunni.Býsna hvasst var víða um land í gærkvöldi og Björgunarsveitin í Sandgerði var kölluð út þegar hlutar af garðhýsi voru farnir að fjúka á hús við Norðurtún. Þegar björgunarsveitarmenn komu á staðinn var þak garðhýsisins fokið af og veggjum farið að fækka.
Með snarræði tókst að koma í veg fyrir frekara tjón á garðhýsinu og nálægum mannvirkjum með því að fá lánaðan trollbút hjá útgerð á staðnum og setja yfir garðhýsið.
Visir.is greindi frá.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024