Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veiddi makríl sem var fastur við spún og veiðistöng!
Þriðjudagur 20. júlí 2010 kl. 15:50

Veiddi makríl sem var fastur við spún og veiðistöng!

Makrílveiðar halda áfram við Keflavíkurhöfn þó svo veiðin sé ekki eins ævintýraleg í dag og fyrir fáeinum dögum - og þó.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veiðimaður setti í makríl við höfnina í Keflavík, sem er ekki í frásögur færandi, nema að í munni makrílsins var spúnn. Úr spúninum var langt girni og á hinum endanum var veiðistöng. Makríllinn hafði sem sagt haft betur í viðureign sinni við veiðimann og haft af honum stöngina. En eins og í útrásinni varð græðgin makrílnum að falli og með tvo spúna í kjaftinum var honum landað. Veiðistöngin í kjafti makrílsins var vel nothæf og var notuð til að landa enn fleiri makrílum við höfnina í Keflavík.

Mynd: Frá ævintýralegri makrílveiði við Keflavíkurhöfn. VF-mynd: Hilmar Bragi Bárðarson