Veiðafæraskúr í Leiru á leið út á haf
Á undanförnum vikum hafa margir „veðurhvellir“ gengið yfir landið. Veðrið hefur farið illa með margt og fastir hlutir í tilveru kylfinga hafa færst úr stað. Gríðarlegt brimrót var við Hólmsvöll í Leiru á dögunum og gekk sjór yfir æfingavöllinn Jóel að hluta til.
Gunnar Jóhannsson framkvæmdastjóri Golflklúbbs Suðurnesja tók þessar myndir sem sýna vel hvernig geymsluskúr sem hefur verið eitt af helstu einkennum æfingavallarins Jóels er að fikra sig út í fjöruna. Gunnar sagði að sjórinn hefði tekið skúrinn með sér en skúrinn var enn á sínum stað síðdegis í dag.
Eins og sjá má á myndunum er mikið af drasli inni á vellinum eftir að sjórinn gekk þar yfir.