Veiða makríl í Garðsjónum
Makrílveiðibátar hafa verið að veiða makríl á króka í Garðsjónum síðustu daga. Í gær voru nokkrir bátar alveg uppi í kálgörðum við veiðar. Á sama tíma sigldi risavaxið eldsneytisflutnigaskip framhjá á leið sinni til Helguvíkur.
Meðfylgjandi myndir voru teknar frá ströndinni neðan við Miðhús í Garði og við Gerðabryggju síðdegis í gær.
VF-myndir: Hilmar Bragi
Bergur Vigfús GK var skammt frá bryggjunni í Garði að veiðum þegar myndin var tekin.