Vegur lagður að Wilson Muuga
Björgunarsveitarmenn við strandstað út af Hvalsnesi bíða nú eftir því að birti til á svæðinu svo sjá megi hvað hægt verði að gera í dag þar sem flutningaskipið Wilson Muuga situr fast í fjörunni.
Lokið var við það í nótt að leggja veg niður að skipinu svo dælubifreiðar og annar tækjabúnaður komist að svo hægt verði að dæla olíu úr skipinu. Áfram er gert ráð fyrir hvassviðri á svæðinu.
Björgunarsveitarmenn koma nú saman til fundar til þess að fara yfir stöðu mála. Þá er beðið eftir því að það fjari undan skipinu, en háflóð var um klukkan sex í morgun.
Wilson Muuga stendur enn þráðbeint þrátt fyrir að hafa ruggað aðeins til í nótt.
Lokið var við það í nótt að leggja veg niður að skipinu svo dælubifreiðar og annar tækjabúnaður komist að svo hægt verði að dæla olíu úr skipinu. Áfram er gert ráð fyrir hvassviðri á svæðinu.
Björgunarsveitarmenn koma nú saman til fundar til þess að fara yfir stöðu mála. Þá er beðið eftir því að það fjari undan skipinu, en háflóð var um klukkan sex í morgun.
Wilson Muuga stendur enn þráðbeint þrátt fyrir að hafa ruggað aðeins til í nótt.