Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veglegur styrkur til Krabbameinsfélags Suðurnesja
Hilmar Bragi Bárðarson
Hilmar Bragi Bárðarson skrifar
fimmtudaginn 12. mars 2020 kl. 07:47

Veglegur styrkur til Krabbameinsfélags Suðurnesja

Í tilefni af 70 ára afmæli Stjórnendafélags Suðurnesja hefur félagið afhent Krabbameinsfélagi Suðurnesja veglega gjöf. Gjöfin var afhent á aðalfundi félagsins í síðustu viku en um er að ræða styrk upp á 700.000 krónur.

Það voru þau Grétar Grétarsson og Sigríður Erlingsdóttir frá Krabbameinsfélagi Suðurnesja sem tóku á móti gjöfinni frá Einari Má Jóhannessyni, formanni Stjórnendafélags Suðurnesja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024