Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Vegleg útsýnisskífa sett á topp Keilis
Þriðjudagur 26. maí 2009 kl. 18:29

Vegleg útsýnisskífa sett á topp Keilis


Þessa stundina er verið að setja upp veglega útsýnisskífu á topp Keilis. Það eru Ferðamálasamtök Suðurnesja sem standa fyrir verkefninu. Þyrla flaug með skífuna og ýmsan annan búnað í fjallið en hópur frá Ferðamálasamtökum Suðurnesja og ljósmyndari Víkurfrétta gengu á fjallið nú áðan.

Meðfylgjandi símamyndir voru teknar þegar skífan var mátuð á undirstöðuna fyrir fáeinum mínútum. Á skífuna eru skráðar ítarlegar upplýsingar um allan fjallahringinn sem sést frá Keili. Nánar um verkefnið í Víkurfréttum á fimmtudaginn.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024


VF-símamyndir: Ellert Grétarsson