Mánudagur 4. febrúar 2002 kl. 16:24
Veghefill hreinsar Ægisgötu
Veghefill Reykjanesbæjar hefur í allan dag verið að störfum á þeim slóðum þar sem Ægisgata stóð áður neðan Hafnargötu í Keflavík.Hefilstjórinn hefur unnið að því í allan dag að móta veginn á ný og ýta til jarðvegi. Ægisgatan ætti að verða akfær öllum bílum eftir daginn í dag.