Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Föstudagur 24. maí 2002 kl. 10:08

Veggspjöld um nám til framtíðar afhent

Markaðs- og atvinnuráð Reykjanesbæjar afhenti nú kl. 10 skólastjórum grunnskóla Reykjanesbæjar, plaköt sem unnin hafa verið sérstaklega um nám að loknum grunnskóla. Hugmynd um slík plaköt, þar sem útskýrt væri á einfaldan og aðgengilegan hátt, þær námsleiðir sem nemendum standa til boða að loknu grunnskólanámi, kviknaði í Markaðs- og atvinnuráði og hefur hún nú verið færð á prent í samvinnu Markaðs- og atvinnumálaskrifstofunnar og Fræðslu- og uppeldissviðs Reykjanesbæjar.Ekki er vitað til þess að sveitarfélög hafi staðið að útgáfu slíkra hjálpargagna fyrir nemendur sem standa frammi fyrir vali á námsleiðum að loknum grunnskóla og teljum við því þessa útgáfu eina rós enn í hnappagat Reykjanesbæjar í skólamálum, en eins og fram hefur komið undanfarið, stendur bærinn framarlega hvað þau varðar, segir í frétt frá Markaðs- og atvinnuráði Reykjanesbæjar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024