Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Veggjakrot og sóðaskapur
Miðvikudagur 30. júlí 2008 kl. 10:42

Veggjakrot og sóðaskapur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Töluverð viðbrögð hafa verið við myndunum af Veggjakrotinu sem við birtum á vef VF í gær. Veggjakrotið þekur heilan vegg við göngustíg í Njarðvík. Íbúar við göngustíginn, milli Holtsgötu og Hraunsvegar, og aðrir sem til þekkja segja að sumar myndanna séu búnar að vera á veggnum í 10-12 ár.

Valur Ármann, íbúi við Hraunsveg, segir að umhirða á stígnum sé til háborinnar skammar. „Yfirleitt er göngustígurinn vaðandi í glerbrotum, sígarettustubbum og öðru rusli. Börn og unglingar hanga þarna og reykja og sitja þá gjarnan á girðingunni við lóðina hjá mér og hafa af því hlotist miklar gróðurskemmdir sem við erum algjörlega varnarlaus gagnvart.“

„Við reynum að hafa eign okkar þannig að bæjarprýði sé af og því höfum við nokkrum sinnum á ári sópað þennan göngustíg þar sem það virðist vera fyrirmunað að bærinn sjái sóma sinn í að halda honum við.“
Að sögn Vals Ármanns er stígurinn aldrei ruddur á vetrum þegar snjór safnast þar fyrir og á honum er engin lýsing og hafa unglingar stundað það í skjóli myrkurs að kasta grjóti, eggjum og snjóboltum í húsið og rúður.“

Valur Ármann hefur fundið að viðhaldi stígsins við bæjarstjóra á íbúafundum, það hefur ekki borið árangur.

Guðlaugur Helgi Sigurjónsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, veit af þessum göngustíg og kannaðist við ábendingar síðan á íbúafundi í vor. Guðlaugur sagði að búið er að semja um að setja ljós á þennan vegg þannig að hægt væri að lýsa upp göngustíginn. „Það er á dagskrá hjá okkur, um leið og það verður gert þá verður veggurinn málaður í samráði við eigandann, “ sagði Guðlaugur Helgi.

Ef þið hafið vitneskju um svæði sem liggja fyrir skemmdum, endilega sendið póst á [email protected]