Veggjakrot en ekki list: Hvað er til ráða?
Þetta veggjakrot í þröngum göngustíg á milli Hraunsvegar og Holtsgötu í Njarðvík getur vart talist vera list. Þarna hefur átt sér stað stefnulaust veggjakrot og engir eða a.m.k. litlir tilburðir til að skapa listaverk.
Graffiti-listin getur nefnilega verið mjög smekkleg og m.a. lífgað upp á veggi sem þessa. Þarna er þó um að ræða útvegg á bílskúr í einkaeigu og krotið á veggnum ekki með samþykki eiganda. Væntanlega yrði veggurinn fljótt aftur útkrotaður ef hann yrði málaður.
Hvernig á að bregðast við svona veggjakroti? Er það lausn að bæjaryfirvöld leggi til málningu á vegginn og svo séu kallaðir til alvöru graffiti-listamenn sem myndu skreyta vegginn þannig að prýði sé af? Myndu krotarar þá bara leika annan vegg jafn illa og þennan? Hvað finnst lesendum. Sendið okkur línu á [email protected]
Víkurfréttamyndir: IngaSæm